![Gunnar Birgisson](/myndir/gagnasafn/2025/02/13/b7c7e6c4-0b88-4058-a35a-93ecf4900de4.jpg)
Gunnar Birgisson
Fólk víða um heim furðar sig á því hvað Donald Trump segir og gerir sem forseti Bandaríkjanna. Enn er ekki ljóst hvaða afleiðingar verða af því. En þegar spáð er í hvað muni gerast í Washington er líka nauðsynlegt að gera sér grein fyrir þeim áhrifum sem hagsmunahópar hafa í höfuðborginni. Þeir sem hafa stutt nýjan forseta og þingmenn reyna núna að nýta tækifærið til að ná markmiðum sínum.
Fjölbreytt hagsmunasamtök við öll tækifæri
Í Washington eru hagsmunasamtök fyrir næstum öll málefni og hópa, og laga- og stefnubreytingar eru gífurlega háðar því hvað þessir hópar vilja, og hve sterkur hver hópur er. Hagsmunageirinn er að sjálfsögðu flókinn, en innan hans eru mörg samtök sem eru helguð ákveðnum málefnum, sérfræðingar sem eru starfsmenn stórfyrirtækja og sérfræðingar hjá hagsmunafulltrúastofum
...