Ólafi Stefánssyni leiðist ekki á sunnudögum, en þá leysir hann sunnudagskrossgátu Morgunblaðsins: Enga veit ég ágætari leið, en við góða krossgátu að una. Það hjálpar til að hugsa, skilja, muna, svo hugarflæðin endist skýr og greið
Pétur Blöndal
p.blondal@gmail.com
Ólafi Stefánssyni leiðist ekki á sunnudögum, en þá leysir hann sunnudagskrossgátu Morgunblaðsins:
Enga veit ég ágætari leið,
en við góða krossgátu að una.
Það hjálpar til að hugsa, skilja, muna,
svo hugarflæðin endist skýr og greið.
Ég fékk góða kveðju frá Fríðu Bonnie Andersen með leiðréttingu á vísunni eftir Finnboga Rút um
Vigdísi, en þar á að koma „best“ í stað „mest“. „Þetta er sérlega skemmtileg vísa, vel ort og á sannarlega skilið að lifa um aldir. Ég sé að þú hefur vísuna úr Stuðlabergi frá 2021 en þaðan er villan komin. Sjálf lærði ég vísuna á Aragötunni en ég er sjúkraþjálfari frú Vigdísar.“