Leikarinn Jóhannes Haukur Jóhannesson fer með hlutverk í Marvel-myndinni Captain America: Brave New World, sem sýningar hefjast á í Bandaríkjunum, Íslandi og víðar um lönd föstudaginn 14. febrúar
Félagar Leikarinn Jóhannes Haukur með loðnum félaga sínum.
Félagar Leikarinn Jóhannes Haukur með loðnum félaga sínum.

Viðtal

Helgi Snær Sigurðsson

helgisnaer@mbl.is

Leikarinn Jóhannes Haukur Jóhannesson fer með hlutverk í Marvel-myndinni Captain America: Brave New World, sem sýningar hefjast á í Bandaríkjunum, Íslandi og víðar um lönd föstudaginn 14. febrúar. Segir í henni af Sam Wilson, sem tekið hefur við skildi Ameríku kafteins, og alþjóðlegum átökum sem hann lendir í og þarf að leysa.

„Eftir fund með nýkjörnum forseta Bandaríkjanna, Thaddeus Ross, er Sam skyndilega lentur í miðju alþjóðlegu verkefni. Hann þarf að kynna sér ástæður að baki yfirgripsmikils samsæris áður en þrjóturinn sem stendur á bak við það nær markmiðum sínum,“ segir um söguþráð myndarinnar á vefnum Kvikmyndir.is en forsetann leikur enginn annar en Harrison Ford. Hetjuna Wilson leikur

...