„Það er náttúrulega ekki sama hvernig þetta er gert, ekki síst með tilliti til þess hvert tréð fellur. Vél eins og við erum með afgreinar stofninn og grípur tréð þannig að það fellur ekki til jarðar,“ segir Einar Birgir Kristjánsson framkvæmdastjóri Tandrabergs
![Skógarhöggsvél Afkastageta þessara véla er mikil og áhættan í lágmarki.](/myndir/gagnasafn/2025/02/13/d4c47eff-8dad-426c-a9bf-770d0345c73b.jpg)
Skógarhöggsvél Afkastageta þessara véla er mikil og áhættan í lágmarki.
— Ljósmynd/ Hlynur Gauti Sigurðsson
Óskar Bergsson
oskar@mbl.is
„Það er náttúrulega ekki sama hvernig þetta er gert, ekki síst með tilliti til þess hvert tréð fellur. Vél eins og við erum með afgreinar stofninn og grípur tréð þannig að það fellur ekki til jarðar,“ segir Einar Birgir Kristjánsson framkvæmdastjóri Tandrabergs.
Tandraberg sérhæfir sig í skógarhöggi og segir Einar að miðað við þá mynd sem birtist í Morgunblaðinu í gær af skógarhöggi í Öskjuhlíð, þar sem unnið er á trjánum með keðjusög, sé verið að vinna þetta eins og gert er við trjáfellingar í görðum.
Eins og fram hefur komið er unnið að trjáfellingum til að hægt sé að opna austur/vestur-flugbraut Reykjavíkurflugvallar sem hefur verið lokað.