Samfylkingin, Vinstri grænir, Píratar, Sósíalistaflokkur Íslands og Flokkur fólksins hafa hafið formlegar viðræður um samstarf á nýjum grunni í borgarstjórn Reykjavíkur. Í tilkynningu frá borgarstjórnarflokkunum segir að markmiðið með hugsanlegu…
![Viðræður Oddvitar flokkanna fimm komu saman til fundar í Ráðhúsi Reykjavíkur og ræddu þar saman í gær.](/myndir/gagnasafn/2025/02/13/c715f1d0-8aa0-443d-bc4d-f38a1645299f.jpg)
Viðræður Oddvitar flokkanna fimm komu saman til fundar í Ráðhúsi Reykjavíkur og ræddu þar saman í gær.
— Morgunblaðið/Eyþór
Ólafur Pálsson
olafur@mbl.is
Samfylkingin, Vinstri grænir, Píratar, Sósíalistaflokkur Íslands og Flokkur fólksins hafa hafið formlegar viðræður um samstarf á nýjum grunni í borgarstjórn Reykjavíkur.
Í tilkynningu frá borgarstjórnarflokkunum segir að markmiðið með hugsanlegu samstarfi sé að setja velferð og lífskjör allra Reykvíkinga í forgrunn.
„Við ætlum að vanda vel til verka og munum upplýsa um gang mála eftir því sem vinnan þróast,“ segir í tilkynningunni.
Vænkast hagur kvenna
Konur hafa sem kunnugt er verið einkar áberandi í efstu stöðum samfélagsins undanfarið. Ef af meirihlutasamstarfinu verður bætist enn frekar þar á en fimm konur leiða þá fimm flokka sem nú gera tilraun til að mynda
...