Lögreglan á Suðurnesjum hefur lokið rannsókn sinni á banaslysi í Grindavík 10. janúar á síðasta ári og vísað henni til embættis héraðssaksóknara. Þar verður tekin ákvörðun um hvort ákært verði vegna málsins
Aðgerðir Mikil leit var gerð að manninum í kjölfar slyssins.
Aðgerðir Mikil leit var gerð að manninum í kjölfar slyssins. — Morgunblaðið/Eggert

Viðar Guðjónsson

vidar@mbl.is

Lögreglan á Suðurnesjum hefur lokið rannsókn sinni á banaslysi í Grindavík 10. janúar á síðasta ári og vísað henni til embættis héraðssaksóknara. Þar verður tekin ákvörðun um hvort ákært verði vegna málsins.

Fjórir eru með réttarstöðu sakbornings í málinu.

Þetta staðfestir Úlfar Lúðvíksson lögreglustjóri á Suðurnesjum í samtali við Morgunblaðið.

„Rannsóknin beindist að því ákvæði 215. greinar almennra hegningarlaga er varðar manndráp af gáleysi og einnig lög um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnustöðum,“ segir Úlfar.

Lúðvík Pétursson lést við störf þegar unnið var að því að bjarga húsi í Hópshverfi

...