Íbúar í Fíladelfíu leyfa sér að sleppa fram af sér beislinu þegar vel gengur í íþróttalífinu. Þetta má glöggt sjá á fréttamyndum frá fagnaðarlátunum í borginni aðfaranótt mánudagsins eða eftir að Philadelphia Eagles varð NFL-meistari í ameríska…

Sviðsljós

Kristján Jónsson

kris@mbl.is

Íbúar í Fíladelfíu leyfa sér að sleppa fram af sér beislinu þegar vel gengur í íþróttalífinu. Þetta má glöggt sjá á fréttamyndum frá fagnaðarlátunum í borginni aðfaranótt mánudagsins eða eftir að Philadelphia Eagles varð NFL-meistari í ameríska fótboltanum eftir stórsigur á meisturum síðustu tveggja ára, Kansas City Chiefs, í úrslitaleiknum (Super Bowl) sem fram fór í New Orleans í þetta sinn.

Þegar úrslitin lágu fyrir hljóp fólk út á götu í geðshræringu til að fagna og tugir þúsunda söfnuðust saman í miðborginni. Morgunblaðið sló á þráðinn til Sigurðar Magnúsar Sigurðssonar sem búsettur hefur verið í Fíladelfíu í mörg ár og hann fylgdist vel með fagnaðarlátunum sem hann segir hafa staðið til fimm um morguninn.

...