Mikill áhugi er á því að innleiða tæknilausnir í heilbrigðiskerfið hér á landi. Þetta kom skýrt fram á ráðstefnu sem Icepharma Velferð hélt í janúar og sótt var af 170 fagaðilum, að sögn Helgu Dagnýjar Sigurjónsdóttur, deildarstjóra hjá fyrirtækinu
Umönnun Innleiðing lyfjaskammtara getur sparað tíma hjá heilbrigðisstarfsfólki sem nemur 322 stöðugildum á ári, segir Helga Dagný í viðtalinu.
Umönnun Innleiðing lyfjaskammtara getur sparað tíma hjá heilbrigðisstarfsfólki sem nemur 322 stöðugildum á ári, segir Helga Dagný í viðtalinu. — Morgunblaðið/Eggert

Höskuldur Daði Magnússon

hdm@mbl.is

Mikill áhugi er á því að innleiða tæknilausnir í heilbrigðiskerfið hér á landi. Þetta kom skýrt fram á ráðstefnu sem Icepharma Velferð hélt í janúar og sótt var af 170 fagaðilum, að sögn Helgu Dagnýjar Sigurjónsdóttur, deildarstjóra hjá fyrirtækinu. Morgunblaðið sagði frá ráðstefnunni í aðdraganda hennar en þar kom fram að mikilvægt væri að mæta stórum áskorunum í heilbrigðiskerfinu á næstu árum með nýrri tækni til að létta álag á starfsfólki og bæta þjónustu við notendur. Helga Dagný segir að ekki skorti skilning á því að breytinga sé þörf. Hins vegar standi það hvernig heilbrigðiskerfið er uppbyggt í vegi fyrir þeim.

Hafa rætt við ráðherra

„Það er ljóst að allir skilja mikilvægi þess að innleiða tæknilausnir í heilbrigðiskerfið eins og

...