Umboðsmaður Alþingis hefur ekki í hyggju að taka svokallað styrkjamál til skoðunar, a.m.k. ekki að svo stöddu. Ástæðan er sú að málið er til meðferðar í stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd Alþingis.
Þetta segir Kristín Benediktsdóttir, umboðsmaður Alþingis, í samtali við Morgunblaðið.
Styrkjamálið hverfist um fjárstyrki sem stjórnmálasamtök þáðu án þess að uppfylla þau skilyrði um móttöku styrkjanna sem lög mæla fyrir um.
„Umboðsmaður fer aldrei af stað á meðan stjórnvöld eru að skoða málin. Það var verið að gera það í fjármálaráðuneytinu og nú talar stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd um að hún ætli að taka málið til skoðunar. Umboðsmaður fer aldrei í samkeppni við þingið, enda hluti af þinginu,“ segir Kristín.
Hún
...