![Hér er Auður á vinnustofu sinni sem er á heimili hennar í Mosfellsbæ. Þar er hún með allt sem hún þarf til að búa til kermikvörur, borð, áhöld og annað borð til að fletja út leirinn á og ofn. Svo segir hún kaffikönnuna aldrei vera langt undan.](/myndir/gagnasafn/2025/02/14/1d4afb92-8abb-4c94-90a9-c0b1c345c344.jpg)
Listakonan Auður Gunnarsdóttir fann sína hillu fyrir um 27 árum þegar hún fór á keramiknámskeið í Danmörku, þar sem hún var búsett í um tíu ár. Í dag býr hún á fallegu heimili í Mosfellsbæ þar sem hún tók á móti ljósmyndara Morgunblaðsins. Hún hefur búið þar í 20 ár ásamt Gunnari eiginmanni sínum, en þau eiga samtals átta börn og 13 barnabörn. Á neðri hæð heimilis þeirra er Auður með vinnustofu þar sem megnið af vörum hennar verður til.
„Ég byrjaði að læra að búa til keramik árið 1998, en ég sá auglýsingu á keramiknámskeiði sem var kennt á daginn, fimm daga vikunnar, í eina önn. Ég hafði aldrei snert leir áður en ég fór á námskeiðið en ég fékk strax brennandi áhuga, svo að ég er enn að. Í dag er ég aðallega að búa til nytjahluti sem ég renni eða steypi í mót úr postulíni og steinleir. Ég rakúbrenni eða holubrenni annað slagið „unika“ hluti þar sem það veitir mér mikla andlega næringu. Á
...