![Elsa Björk Valsdóttir](/myndir/gagnasafn/2025/02/14/293caf43-7bea-43b4-8aef-df0cc14ba0a7.jpg)
Elsa Björk Valsdóttir
Á landsfundi Sjálfstæðisflokksins í lok febrúar verður gleði og gaman. Landsfundarfulltrúar fá það skemmtilega verkefni að velja nýja forystu flokksins og það er svo sannarlega lúxusvandamál að þurfa að velja milli þeirra frambærilegu einstaklinga sem nú þegar hafa gefið kost á sér. Það er nefnilega enginn skortur á hæfu forystufólki í flokknum. Ég hef ákveðið að styðja Áslaugu Örnu sem formann og mig langar til að deila með lesendum ástæðunum fyrir því.
Blanda af reynslu og ferskleika
Ákall um endurnýjun hefur verið hávært meðal flokksfólks. Í mínum huga hefur Áslaug Arna einmitt þá fullkomnu blöndu af reynslu og ferskleika sem flokkurinn þarf. Það hafa aldrei setið fleiri nýliðar á Alþingi og til að Sjálfstæðisflokkurinn geti verið kjölfestan sem stjórnarandstaðan byggir á væri varhugavert að
...