![Rapp Emmsjé Gauti er sviðsnafn rapparans Gauta Þeys Mássonar sem hefur gefið út átta plötur og semur á íslensku.](/myndir/gagnasafn/2025/02/14/4a8ae543-9f6c-4ffb-8769-909889665e01.jpg)
María Margrét Jóhannsdóttir
mariamargret@mbl.is
„Ég get ekki lofað því að þetta fari ekki út í eitthvert algjört kjaftæði,“ segir Emmsjé Gauti um tónleika sem hann heldur í Salnum í Kópavogi annað kvöld.
Emmsjé Gauti er Söngvaskáld Salarins í febrúar en tónleikaröðin beinir kastljósinu að tónlistarfólki sem semur og flytur eigin tónlist og varpar um leið ljósi á margvíslegar aðferðir tónlistarfólks við lagasmíðar. „Þetta er aðeins öðruvísi konsept. Venjulega þegar ég spila þá er þetta standandi sveitt partí en á tónleikunum á morgun má reikna með meiri nálægð, meira spjalli og fleiri sögum. Ég er reyndar almennt alltaf með munnræpu á mínum tónleikum en nú stilli ég mig inn á að tala um lögin og segja hvernig þau urðu til. Svo er ég með hljómsveit með mér og við ætlum fyrst og
...