![Sjálfa við lón Sitthvað er þó baðlón og Jökulsárlón.](/myndir/gagnasafn/2025/02/14/e24cfe6d-ad52-4526-a74f-53f08c39269b.jpg)
Sjálfa við lón Sitthvað er þó baðlón og Jökulsárlón.
— Morgunblaðið/Eyþór
Við sáum fyrir stuttu góða ferðamynd í þýsku sjónvarpi, þar sem fylgt var eftir áhrifavaldi, og reyndar tveimur, sem voru að kynna okkar fallega land.
Landið brást ekki, og markmiðið virtist vera að ná góðri sjálfu með landinu.
Ekki var í myndinni mikið verið að sýna stóra ferðahópa en þess meira var farið í heita potta og kaldan sjó til hressingar.
Þegar myndað var yfir baðlón voru allir þeir sem fyrir augu bar uppteknir í eigin heimi við þá iðju að taka sjálfu. Narsissistaeðlið virðist ríkjandi hjá fólki á ferðalagi og það sýnist upplifa sig sem eitt í heiminum á enda veraldar þannig að annað fólk er ekki í myndinni.
En verður það ekki dálítið fábreytt, þegar sýna skal myndir úr reisunni þegar heim er komið, að vera sjálfur fremstur
...