Féll Hólmfríður Dóra Friðgeirsdóttir í stórsviginu í Saalbach í gær.
Féll Hólmfríður Dóra Friðgeirsdóttir í stórsviginu í Saalbach í gær. — AFP/Fabrice Coffrini

Jón Erik Sigurðsson og Tobias Hansen enduðu í 19. og 20. sæti í undankeppni stórsvigs karla á HM í alpagreinum í Austurríki í gær og tryggðu sér sæti í aðalkeppninni sem fer fram í dag. Þeir verða með rásnúmer 68 og 72 af 100 keppendum. Gauti Guðmundsson féll og er úr leik. Hólmfríður Dóra Friðgeirsdóttir keppti í stórsvigi kvenna og var í 44. sæti af 109 eftir fyrri ferðina en missti skíðið snemma í þeirri síðari og var þar með úr leik.