Rautt Arne Slot á hliðarlínunni á Goodison Park í fyrrakvöld.
Rautt Arne Slot á hliðarlínunni á Goodison Park í fyrrakvöld. — AFP/Paul Ellis

Arne Slot knattspyrnustjóri Liverpool er á leið í tveggja leikja bann en hann fékk rauða spjaldið í leikslok fyrir mótmæli við dómara eftir jafntefli gegn Everton, 2:2, á Goodison Park í úrvalsdeildinni. James Tarkowski jafnaði fyrir Everton í lok framlengds uppbótartíma. Curtis Jones hjá Liverpool og Abdoulaye Doucore hjá Everton lenti saman eftir leik, báðir fengu sitt annað gula spjald og þar með það rauða og fara báðir í eins leiks bann.