![Hjörtur J. Guðmundsson](/myndir/gagnasafn/2025/02/14/126f5e9a-9cb0-4438-a9b1-ed5f7dbb81b8.jpg)
Hjörtur J. Guðmundsson
Við sjálfstæðismenn þurfum nýtt upphaf eftir það sem á undan er gengið í ríkisstjórnarsamstarfinu við Vinstri græna. Fyrir liggur að breið samstaða er um það í röðum okkar og hafa báðir frambjóðendurnir til formanns Sjálfstæðisflokksins, Guðrún Hafsteinsdóttir og Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, lagt áherzlu á það í málflutningi sínum. Hins vegar er ekki nóg að tala einungis um nýtt upphaf heldur verður að vera um raunverulegt og trúverðugt nýtt upphaf að ræða.
Vandséð er þannig hvernig framboð Áslaugar Örnu getur talizt fela í sér trúverðugt nýtt upphaf í ljósi þeirrar staðreyndar að hún sat í fimm ár við ríkisstjórnarborðið með Vinstri grænum þar sem teknar voru þær fjölmörgu ákvarðanir sem valdið hafa megnri óánægju og reiði í röðum okkar sjálfstæðismanna, farið í berhögg við hugmyndafræði flokksins okkar, hrakið fólk
...