„Það er líklega alveg galið hversu miklum tíma ég eyði í að skoða húsgögn og falleg rými til að fá innblástur.“
Litapallettan í stofunni er hlýleg, stílhrein og nútímaleg. Gólfsíðu gardínurnar eru í miklu uppáhaldi hjá Elísabetu og einnig gólfljósið frá Michael Anastassiades. Málverkið sem sést rétt glitta í á veggnum er málað af Guðrúnu Einarsdóttur.
Litapallettan í stofunni er hlýleg, stílhrein og nútímaleg. Gólfsíðu gardínurnar eru í miklu uppáhaldi hjá Elísabetu og einnig gólfljósið frá Michael Anastassiades. Málverkið sem sést rétt glitta í á veggnum er málað af Guðrúnu Einarsdóttur. — Ljósmyndir/Dóra Dúna

Elísabet Helgadóttir er eigandi verslunarinnar VEST ásamt eiginmanni sínum, Pétri Frey Péturssyni. VEST sérhæfir sig í húsgögnum og innanstokksmunum en verslunin endurspeglar ástríðu hjónanna fyrir fallegri og tímalausri hönnun.

„Við erum ótrúlega stolt af því sem við höfum áorkað á stuttum tíma. Það hefur verið langt og strangt ferðalag að koma búðinni á þann stað sem hún er í dag og það hefur sannarlega reynt á. Það krefst mikillar þrautseigju, vinnu og ástríðu að vera í eigin rekstri,“ segir Elísabet.

Þau Elísabet og Pétur búa í parhúsi í Vesturbænum ásamt átta ára dóttur og tveggja ára gömlum hundi. „Hann heldur okkur í góðu formi og það er ekki hægt að vakna í vondu skapi með þeim snillingi.“

Hjónin fengu lyklana að húsinu fyrir um ári og hafa verið í miklum endurbótum síðan. Fjölskyldan flutti

...