![Synirnir Frá vinstri: Eiríkur, Pétur, Dagbjartur og Ágúst Ingi.](/myndir/gagnasafn/2025/02/14/a566e467-5ef9-4fdd-a016-0b7177cc0e9f.jpg)
Ketill Guðlaugur Ágústsson fæddist á Brúnastöðum í Flóa 14. febrúar 1945 og er því áttræður í dag.
Ketill ólst upp á Brúnastöðum í stórum systkinahópi og er þriðji í röðinni af sextán börnum Ágústs og Ingveldar á Brúnastöðum.
Ketill lauk barnaskólaskólaprófi í Þingborg í Hraungerðishreppi, næst lá leiðin í Bændaskólann á Hvanneyri og lauk hann búfræðiprófi 1965. „Ég hafði áhuga á búskap og vildi vinna við þetta, það var ekkert annað sem ég hafði sérstaklega áhuga fyrir. Ég var einn af þeim eldri af systkinunum og verkin fóru að lenda á mér.“
Næst sá Ketill um rekstur á búi foreldra sinna á Brúnastöðum en starfaði einnig við búfjársæðingar frá Kynbótastöðinni í Þorleifskoti, sem þá var rekin af Búnaðarsambandi Suðurlands. Árið 1974 kom hann síðan inn í búrekstur foreldra sinna
...