Víkingur úr Reykjavík vann eitt allra mesta afrek sem íslenskt félagslið hefur unnið er liðið gerði sér lítið fyrir og sigraði gríska stórliðið Panathinaikos, 2:1, í fyrri leik liðanna í umspili um sæti í 16-liða úrslitum Sambandsdeildar Evrópu í fótbolta í Helsinki í gærkvöldi
![Mark Sveinn Gísli Þorkelsson og Davíð Örn Atlason fagna eftir að Davíð kom Víkingum yfir á 13. mínútu leiksins.](/myndir/gagnasafn/2025/02/14/5b731774-5704-4940-bf9c-f0ab01d7f1cc.jpg)
Mark Sveinn Gísli Þorkelsson og Davíð Örn Atlason fagna eftir að Davíð kom Víkingum yfir á 13. mínútu leiksins.
— Ljósmynd/Víkingur
Í Helsinki
Jóhann Ingi Hafþórsson
johanningi@mbl.is
Víkingur úr Reykjavík vann eitt allra mesta afrek sem íslenskt félagslið hefur unnið er liðið gerði sér lítið fyrir og sigraði gríska
stórliðið Panathinaikos, 2:1, í fyrri leik liðanna í umspili um sæti í 16-liða úrslitum Sambandsdeildar
Evrópu í fótbolta í Helsinki í gærkvöldi.
Var leikurinn heimaleikur Víkinga en ekki var hægt að spila á Íslandi vegna vallarmála. Aðstæður voru hins vegar íslenskar; gervigras, nístingskuldi og glæsileg stemning hjá Víkingum í stúkunni. Ef Víkingur fer áfram í 16-liða úrslit
sækist félagið væntanlega eftir því að spila heimaleikina áfram í finnsku höfuðborginni því þar er gott að vera.