Fram tyllti sér á topp úrvalsdeildar karla í handknattleik með því að vinna sterkan sigur á KA, 37:34, í 17. umferð deildarinnar í KA-heimilinu á Akureyri í gærkvöld. Fram er með 25 stig í efsta sætinu, einu meira en Afturelding í öðru sæti og…
![Akureyri Framarar fagna góðum sigri á KA í gærkvöldi sem kom þeim á toppinn í úrvalsdeildinni. Þar er Fram einu stigi fyrir ofan Aftureldingu.](/myndir/gagnasafn/2025/02/14/57bca513-2c15-4bb8-b43d-1c373bbe30a5.jpg)
Akureyri Framarar fagna góðum sigri á KA í gærkvöldi sem kom þeim á toppinn í úrvalsdeildinni. Þar er Fram einu stigi fyrir ofan Aftureldingu.
— Ljósmynd/Egill Bjarni Friðjónsson
Handboltinn
Gunnar Egill Daníelsson
gunnaregill@mbl.is
Fram tyllti sér á topp úrvalsdeildar karla í handknattleik með því að vinna sterkan sigur á KA, 37:34, í 17. umferð deildarinnar í KA-heimilinu á Akureyri í gærkvöld.
Fram er með 25 stig í efsta sætinu, einu meira en Afturelding í öðru sæti og tveimur meira en FH, sem á leik til góða gegn Fjölni í Grafarvogi í kvöld. KA er áfram í níunda sæti með 12 stig.
Fram var yfir, 18:16, í hálfleik. Um miðjan síðari hálfleik komust Framarar fimm mörkum yfir í stöðunni 30:25. KA gafst ekki upp og jafnaði metin í 33:33 þegar skammt var eftir. Framarar reyndust hins vegar sterkari á lokasprettinum og unnu þriggja marka sigur.
Reynir Þór
...