![](/myndir/gagnasafn/2025/02/14/005cb921-98cc-4576-a153-46146cbef0f0.jpg)
Einvígi Tindastóls og Stjörnunnar um deildarmeistaratitil karla í körfuknattleik heldur áfram en bæði lið unnu sína leiki í 18. umferð úrvalsdeildarinnar í gærkvöldi. Höttur og Haukar eru hins vegar sama sem fallin úr úrvalsdeildinni eftir ósigra gegn Stjörnunni og Keflavík. Baráttan um sæti fjögur til átta er gríðarlega tvísýn. » 34