![Skip Skipstjórinn var fundinn sekur í héraðsdómi en sýknaður í gær.](/myndir/gagnasafn/2025/02/14/a320c996-b07e-4f5f-82e3-70ec8b86e1d1.jpg)
Skip Skipstjórinn var fundinn sekur í héraðsdómi en sýknaður í gær.
— Morgunblaðið/Halldór Sveinbjörnsson
Landsréttur hefur sýknað skipstjóra frystitogarans Júlíusar Geirmundssonar af miskabótakröfum en hann hafði áður verið sakfelldur af Héraðsdómi Reykjavíkur. Málið varðar veiðiferð í kórónuveirufaraldrinum þar sem 22 skipverjar smituðust af covid-19 í september og október árið 2020.
Héraðsdómur sakfelldi skipstjórann fyrir að brjóta gegn sjómannalögum er hann hætti ekki veiðiferð í kjölfar veikinda um borð í skipinu. Niðurstaða héraðsdóms var byggð á því að hann átti að hafa sýnt af sér stórfellt gáleysi. Landsréttur segir hins vegar að ekki sé hægt að draga þá ályktun að hann hafi með sínum viðbrögðum við veikindum skipverja sýnt af sér stórfellt gáleysi.