Eldhúsið er langt og mjótt og til þess að gera meira úr því setti Hildur bogadreginn tanga við enda innréttingarinnar sem gerir það að verkum að fimm manneskjur geta setið við tangann.
Eldhúsið er langt og mjótt og til þess að gera meira úr því setti Hildur bogadreginn tanga við enda innréttingarinnar sem gerir það að verkum að fimm manneskjur geta setið við tangann. — Ljósmyndir/Thelma Harðardóttir

Ferill Hildar sem arkitekt hófst árið 2000 þegar hún fór til Mílanó á Ítalíu til að læra innanhússarkitektúr. Eftir að námi lauk árið 2002 kom hún aftur heim og fór að vinna við fagið. Þá kallaði það á hana að mennta sig meira í faginu því hún vildi vinna með byggingar í heild sinni.

„Leiðin lá þá lóðbeint í LHÍ þar sem ég kláraði BA-gráðu í arkitektúr. Svo ég fór með eiginmanni og tveimur litlum börnum til Stokkhólms til að klára námið við Kungliga Tekniska Högskolan. Ég útskrifaðist þaðan sem arkitekt árið 2014. Eftir það vann ég að mestum hluta hjá stórri arkitektastofu sem heitir Arkitema. Þessi ferð sem átti að vera 3-4 ár varð að 11 árum á endanum! Nú er ég flutt aftur heim til Íslands, kláraði próf sem löggiltur mannvirkjahönnuður í fyrra og er í dag með eigin starfsemi; Ísdal arkitektúr & innanhússhönnun, www.isdal.is. Ég hanna hús að innan og utan enda elska ég að tengja saman heildarmyndina

...