Þingið stendur frammi fyrir óvenjulegu tækifæri til umbóta á orkusviðinu

Möguleikarnir til að gera átak í að bæta raforkuframleiðslu og dreifikerfi fyrir raforku eru miklir um þessar mundir. Þar má segja að þrennt ráði mestu; Vinstri grænir og Píratar eru ekki lengur á þingi til að þvælast fyrir þessum málum, þá hefur Samfylkingin að því er virðist breytt um afstöðu og loks
blasir við hverjum sem sjá
vill að þessi mál eru komin í slíkt óefni að tafarlausra og veigamikilla aðgerða er
þörf.

Nýr ráðherra málaflokksins vill að vísu lítið kannast við að Samfylkingin hafi skipt um skoðun og reynir frekar að halda því fram að aðrir hafi þvælst fyrir á liðnum árum, jafnvel þeir sem helst hafa talað fyrir umbótum. Slíkur málflutningur er ekki til að auka trúverðugleika ráðherrans eða stefnunnar sem hann segist standa fyrir.

Fátt er mikilvægara í stjórnmálum um þessar mundir en að hraða framkvæmdum

...