Íbúðin sem Sæja hannaði er 140 fm að stærð og státar af einstöku útsýni út á sjó. „Þetta er svokölluð penthouse-íbúð sem er um 140 fm að stærð með æðislegu útsýni yfir sjóinn. Ég hef unnið mikið fyrir þessa fjölskyldu og því var samstarfið…
— Ljósmynd/Sóllilja Tinds

Íbúðin sem Sæja hannaði er 140 fm að stærð og státar af einstöku útsýni út á sjó.

„Þetta er svokölluð penthouse-íbúð sem er um 140 fm að stærð með æðislegu útsýni yfir sjóinn. Ég hef unnið mikið fyrir þessa fjölskyldu og því var samstarfið afskaplega gott og þau treystu mér fullkomlega til að gera íbúðina glæsilega en jafnframt notalega. Farið var í allsherjar breytingar; skipulag, innréttingar, efnisval, lýsing og þar fram eftir götunum. Fyrir var skemmtilegur bogaveggur í anddyri sem skilur að hjónasvítu og anddyri sem bæði ég og húsráðendur vorum hrifin af. Því var hann nánast það eina sem stóð eftir en öðru var breytt. Einu óskir frá húsráðendum voru að hægt væri að loka af öll tæki og slíkt í eldhúsi og fela með skápum eða „pocket“- hurðum og að fá baðkar í hjónasvítu,“ segir Sæja.

Útsýni og mikil lofthæð

Hátt

...