![Helga Sigurbjarnardóttir innanhússarkitekt fékk það verkefni að endurhanna húsið. Eldhúsið skartar sínu fegursta með sérsmíðuðum innréttingum úr hnotu, ljósu parketi og marmara sem prýðir bæði eyju og líka hluta af endaveggnum.](/myndir/gagnasafn/2025/02/14/ec5fe589-f230-4ef2-bfb2-71c355996243.jpg)
Ég fékk það skemmtilega verkefni að endurhanna raðhús í Fossvoginum þar sem eigendur ákváðu að taka húsið allt í gegn eftir að hafa búið þar um tíma enda nánast allt upprunalegt þegar þau fluttu inn. Við settumst því niður og fórum yfir þær breytingar sem óskað var eftir, svo sem mögulegt efnis- og litaval, hvort einhverjar séróskir væru varðandi eldhúsið og baðherbergi og fleira sem gott er að hafa í huga áður en hönnunar- og teiknivinnan hefst. Því næst var svo bara að bretta upp ermar og byrja,“ segir Helga.
Hvað vildu húsráðendur kalla fram?
„Hlýleika og notalegheit, gott flæði, fallega lýsingu og góða hljóðvist. Þau vildu færa til og stækka baðherbergið á neðri hæðinni og fórna einu herbergi fyrir betra aðgengi út í garð.“
Hverju var nákvæmlega
...