![Hér var Ikea- innrétting notuð á baðherbergi.](/myndir/gagnasafn/2025/02/14/4827a6b7-a366-45fe-90ee-66e2402beb1a.jpg)
Íslendingar leggja mikið upp úr því að hafa fallegt í kringum sig. Líklega er það vegna þess að landsmenn verja meiri tíma inni hjá sér af fjölmörgum ástæðum. Stærsta ástæða þess er líklega veðurfarið á Íslandi sem allir vilja kannast við nema talsmenn borgarlínunnar – en það er önnur saga. Fólk vill eiga gott skjól fyrir veðri og vindum og þá má helst ekkert trufla fegurðarskynið.
Eitt besta ráðið ef fólk vill hafa notalegt heima hjá sér, án þess að eyða of miklum peningum, er að kunna að mála veggi. Með því að mála veggi og loft í litatónum sem fara vel við gólf og aðra innanstokksmuni er hægt að breyta nánast hvaða hundakofa sem er í Versali. Ekki er verra ef fólk kann að lakka því þá er hægt að breyta áferð og stemningu með réttum pensilstrokum, svokölluðum Bessastaðastrokum en þær eru langar og fallegar, mynda óflekkað yfirborð og auka yfirleitt fegurð þess hlutar
...