— Ljósmynd/Víkingur

Víkingar héldu áfram að brjóta blað í íslenskri knattspyrnusögu með því að sigra stórliðið Panathinaikos frá Grikklandi, 2:1, í fyrri umspilsleik liðanna um sæti í 16-liða úrslitum Sambandsdeildar karla í Helsinki í gærkvöld. Þeir fara nú til Aþenu þar sem síðari viðureign þeirra fer fram næsta fimmtudagskvöld. Davíð Örn Atlason kom Víkingum yfir og fagnaði að vonum innilega. » 35