![Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir](/myndir/gagnasafn/2025/02/14/91e6047b-df62-4e6d-bf88-8cf275cf67a0.jpg)
Stefnuræður forsætisráðherra – og ræður um þá ræðu – hafa sjaldnast verið ómissandi sjónvarpsefni fyrir þorra Íslendinga. Í þetta sinn, þegar loks viðraði til ræðuhalda, vona ég hins vegar að fleiri landsmenn en endranær hafi gefið sér stund og hlýtt á boðskap ríkisstjórnarinnar, sem nýlega er tekin við.
Fyrst ber að hrósa. Nýr orku- og umhverfisráðherra, Jóhann Páll Jóhannsson, hyggst greiða götu Hvammsvirkjunar, sem er í uppnámi enn á ný með furðulegri niðurstöðu í héraðsdómi. Batnandi mönnum er best að lifa, en hinn nýi ráðherra og samflokksmenn hans hafa í stjórnarandstöðu liðinna ára iðulega flækst fyrir orkuöflun. Sumir þingmanna Samfylkingar fagna þegar lagalegir hælkrókar fella uppbyggingarverkefni í raforkukerfi landsins. Það ber að gleðjast yfir því að Jóhann Páll sé nú á réttri leið í málinu og í þeim efnum getur hann reitt sig á dyggan stuðning frá stjórnarandstöðunni.
...