Arkitektastofan S+PS fékk það verkefni að hanna þakíbúð í Mumbai á Indlandi. Appelsínugulur stigi setur svip sinn á íbúðina en hönnunin er töluvert frábrugðin því sem þekkist á Íslandi. Marmari, speglaflísar og litrík húsgögn prýða íbúðina og var…
Veggteppið er í stíl við stigann í íbúðinni og kallar fram mikla fegurð.
Veggteppið er í stíl við stigann í íbúðinni og kallar fram mikla fegurð.

Arkitektastofan S+PS fékk það verkefni að hanna þakíbúð í Mumbai á Indlandi. Appelsínugulur stigi setur svip sinn á íbúðina en hönnunin er töluvert frábrugðin því sem þekkist á Íslandi. Marmari, speglaflísar og litrík húsgögn prýða íbúðina og var ekkert til sparað til þess að gera hana sem glæsilegasta. Áferð og efni eru í forgrunni og má sjá falleg ofin veggteppi á nokkrum stöðum sem setja svip sinn á rými.