Myndlist er helsta hugleiðsla hárgreiðslumeistarans Dagmarar Agnarsdóttur og allt varð henni að gulli í kraftlyftingum um liðna helgi, þegar hún sló sex heimsmet 70 ára og eldri í -57 kg þyngdarflokki á Evrópumeistaramóti öldunga í klassískum kraftlyftingum í Albi í Frakklandi
![Í París Dagmar Agnarsdóttir með gullin eftir keppni á Evrópumótinu.](/myndir/gagnasafn/2025/02/14/48c27a34-6e33-407b-8bf8-e0c45346b7e2.jpg)
Í París Dagmar Agnarsdóttir með gullin eftir keppni á Evrópumótinu.
— Ljósmynd/Agnes Valdimarsdóttir
Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
Myndlist er helsta hugleiðsla hárgreiðslumeistarans Dagmarar Agnarsdóttur og allt varð henni að gulli í kraftlyftingum um liðna helgi, þegar hún sló sex heimsmet 70 ára og eldri í -57 kg þyngdarflokki á Evrópumeistaramóti öldunga í klassískum kraftlyftingum í Albi í Frakklandi. Hún lauk keppni sem heimsmethafi í hnébeygju, réttstöðulyftu og samanlögðum árangri í kraftlyftingum í sínum flokki.
Dagmar er að mestu hætt að vinna en var síðast með hárgreiðslustofuna á Hrafnistu í Reykjavík. „Núna er ég með vinnustofu og mála alla daga. Það er mín íhugun.“
List og lyfta
Fjölskyldan flutti til Asíu árið 1999 og þá byrjaði Dagmar í myndlistarnámi og var meðal annars í
...