![Heimkoma Þorri Mar Þórisson lék í Svíþjóð í hálft annað ár.](/myndir/gagnasafn/2025/02/14/bc719c19-476e-4f07-96b6-3bba13112f67.jpg)
Heimkoma Þorri Mar Þórisson lék í Svíþjóð í hálft annað ár.
— Ljósmynd/Þórir Tryggvason
Þorri Mar Þórisson, knattspyrnumaður frá Dalvík, er genginn til liðs við Stjörnuna, en hann fékk sig leystan undan samningi hjá Öster í Svíþjóð. Þorri er 25 ára bakvörður sem lék með KA frá 2019 og fram á mitt sumar 2023 þegar hann fór til Öster. Þar lék hann í hálft annað ár í sænsku B-deildinni en missti af seinni hluta tímabilsins 2024 vegna meiðsla og náði aðeins að spila 11 af 30 leikjum Öster í deildinni, og samtals 22 deildarleiki fyrir félagið.