Arðgreiðslur Bankarnir munu samtals greiða um 50 milljarða í arð á næstu misserum og þar af mun ríkið fá rúmlega 5 milljarða í sinn hlut.
Arðgreiðslur Bankarnir munu samtals greiða um 50 milljarða í arð á næstu misserum og þar af mun ríkið fá rúmlega 5 milljarða í sinn hlut. — Angela Weiss/AFP

Útlit er fyrir að skráðu bankarnir þrír, Arion banki, Íslandsbanki og Kvika, muni greiða um 50 milljarða króna í arðgreiðslur á næstu misserum.

Stjórnendur bankanna hafa almennt verið varfærnir að undanförnu og aukið virðisrýrnun í ljósi hárra vaxta og verðbólgu. Mjúk lending virðist hins vegar blasa við hagkerfinu þar sem vextir og verðbólga virðast koma niður án mikilla áfalla sem gefur bönkunum færi á að taka til baka hluta af virðisrýrnun.

Bankarnir skiluðu allir uppgjöri í vikunni og leitaði Morgunblaðið til Alexanders Hjálmarssonar hjá Akki – Greiningu og ráðgjöf sem benti á:

„Arion banki leggur til við aðalfund að greiða 60% af hagnaði síðasta árs út í arð, umfram 50% arðgreiðslumarkmið sitt, eða 16 milljarða króna, þar fyrir utan mun Kvika leggja til að greiða

...