Heiðar Örn Sigurfinnsson
Heiðar Örn Sigurfinnsson

Stefán Eiríksson útvarpsstjóri hefur neitað Spursmálum Morgunblaðsins um viðtal vegna hins svokallaða byrlunarmáls. Var það til umfjöllunar í viðtali við Pál Steingrímsson skipstjóra í Spursmálum síðastliðinn föstudag.

„Ég hef engar forsendur til að tjá mig,“ segir hann í skriflegu svari við beiðninni. „Fyrir liggur jafnframt að ríkissaksóknari hefur staðfest niðurstöðu lögreglunnar á Norðurlandi eystra um niðurfellingu rannsóknar málsins hvað varðar meint brot núverandi og fyrrverandi starfsmanna Ríkisútvarpsins, auk annarra fjölmiðlamanna, gegn friðhelgi einkalífs,“ segir jafnframt í svari útvarpsstjóra.

Í fyrrnefndu viðtali kemur fram, líkt og í opinberum gögnum sem málið varðar, að starfsfólk RÚV tengdist atburðarás þar sem farsími Páls var afhentur án vitundar hans. Tveimur vikum síðar tóku fjölmiðlar að birta fréttir sem

...