Landsréttur dæmdi Neytendastofu í vil í máli gegn Íslandsbanka í gær og sneri þannig við dómi héraðsdóms árið 2022. Neytendastofa komst að þeirri niðurstöðu í ákvörðun sinni árið 2019 að Íslandsbanki hefði brotið gegn ákvæðum laga um neytendalán með stöðluðum upplýsingum sínum til neytenda

Ólafur Pálsson

olafur@mbl.is

Landsréttur dæmdi Neytendastofu í vil í máli gegn Íslandsbanka í gær og sneri þannig við dómi héraðsdóms árið 2022.

Neytendastofa komst að þeirri niðurstöðu í ákvörðun sinni árið 2019 að Íslandsbanki hefði brotið gegn ákvæðum laga um neytendalán með stöðluðum upplýsingum sínum til neytenda.

Áfrýjunarnefnd neytendamála staðfesti ákvörðun Neytendastofu með úrskurði árið 2020.

Íslandsbanki höfðaði mál fyrir héraðsdómi, sem féllst á það með bankanum að málsmeðferð fyrir úrskurðarnefndinni hefði verið ábótavant og felldi úrskurðinn úr gildi.

Ráðgefandi álit frá Lúxemborg

Landsréttur ákvað að leita ráðgefandi álits

...