Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir, skólastjóri Hörðuvallaskóla í Kópavogi, segir að grunnskóla skorti verulega úrræði þegar upp koma alvarleg ofbeldis- eða hegðunarvandamál. Hún segir úrræðaleysið víðtækt og að það blasi við að börn eigi í miklum…
Hörðuvallaskóli Sigrún ræðir við Morgunblaðið um víðtækt úrræðaleysi.
Hörðuvallaskóli Sigrún ræðir við Morgunblaðið um víðtækt úrræðaleysi.

Magnea Marín Halldórsdóttir

Hólmfríður María Ragnhildardóttir

Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir, skólastjóri Hörðuvallaskóla í Kópavogi, segir að grunnskóla skorti verulega úrræði þegar upp koma alvarleg ofbeldis- eða hegðunarvandamál. Hún segir úrræðaleysið víðtækt og að það blasi við að börn eigi í miklum tilfinningalegum vanda, þar með talin börn með hegðunarvanda sem jafnvel beita ofbeldi.

„Þetta byrjar allt í börnunum þegar þau eru ung og ef þau fá ekki viðeigandi hjálp, hvar endar þetta?“ spyr hún í samtali við Morgunblaðið.

Greint var í blaðinu á mánudag frá viðvarandi ofbeldi sem nemendur á miðstigi í Breiðholtsskóla hafa þurft að þola af hálfu hóps samnemenda sinna í nokkur ár. Lýsti faðir einnar stúlku því hvernig hann hefði leitað á náðir ýmissa stofnana til

...