Hallgrímur Benediktsson Geirsson fæddist 13. júlí 1949 í Boston í Bandaríkjunum. Hann lést á líknardeild Landspítalans 5. febrúar 2025.

Foreldrar hans voru Erna Finnsdóttir húsmóðir, f. 20. mars 1924 í Reykjavík, d. 23. ágúst 2019, og Geir Hallgrímsson fv. forsætisráðherra, f. 16. desember 1925 í Reykjavík, d. 1. september 1990.

Systkini Hallgríms eru Kristín, f. 19. mars 1951, maki hennar er Freyr Þórarinsson, f. 25. júní 1950, Finnur, f. 8. júní 1953, maki hans er Steinunn Þorvaldsdóttir, f. 8. maí 1953, og Áslaug, f. 7. október 1955.

Hinn 27. mars 1971 kvæntist hann Aðalbjörgu Jakobsdóttur, f. 18. maí 1949. Foreldrar hennar voru Sigríður Ásmundsdóttir húsmóðir, f. 6. ágúst 1919, d. 24. desember 2005, og Jakob Gíslason orkumálastjóri, f. 10. mars 1902, d. 9. mars

...