München Lögregluþjónn rannsakar bifreiðina sem notuð var í árásinni með aðstoð lögregluhunds. Að minnsta kosti 28 manns særðust í árásinni, en 24 ára gamall hælisleitandi frá Afganistan var handtekinn á vettvangi.
München Lögregluþjónn rannsakar bifreiðina sem notuð var í árásinni með aðstoð lögregluhunds. Að minnsta kosti 28 manns særðust í árásinni, en 24 ára gamall hælisleitandi frá Afganistan var handtekinn á vettvangi. — AFP/Michaela Stache

Að minnsta kosti 28 manns særðust þegar bifreið var ekið á miklum hraða á mótmælafund í München í gær. Lögreglan handtók gerandann á vettvangi, en um var að ræða 24 ára gamlan hælisleitenda frá Afganistan. Engin dauðsföll voru staðfest af völdum árásarinnar í gær en sumir hinna slösuðu voru sagðir alvarlega særðir.

Markus Söder, forsætisráðherra Bæjaralands og formaður Kristilega sósíalsambandsins CSU, sagði í gær að allt liti út fyrir að um hryðjuverk hefði verið að ræða. Sagði Söder ljóst að breyta þyrfti um stefnu í málefnum hælisleitenda í Þýskalandi, en þetta er önnur árásin á jafnmörgum mánuðum sem framin er af hælisleitanda í Bæjaralandi.

„Þetta er frekari sönnun þess að við getum ekki bara farið áfram frá árás til árásar,“ sagði Söder, en kristilegu flokkarnir CSU og CDU hafa sett innflytjendamál á oddinn í kosningabaráttu sinni

...