Nú sex mánuðum eftir að innrás Úkraínuhers hófst inn í Kúrsk-hérað Rússlands hefur Moskvuvaldinu ekki enn tekist að hreinsa eigið landsvæði af fremur fámennu innrásarliði. Með sókninni gerði Kænugarðsstjórn ráð fyrir að Kremlverjar myndu draga hluta …
Blekking Þessi hermaður Norður-Kóreu var handsamaður í Kúrsk-héraði. Á rúminu liggur falsað vegabréf sem segir hann frá Túva í Rússlandi.
Blekking Þessi hermaður Norður-Kóreu var handsamaður í Kúrsk-héraði. Á rúminu liggur falsað vegabréf sem segir hann frá Túva í Rússlandi. — Ljósmynd/Varnarmálaráðuneyti Úkraínu

Brennidepill

Kristján H. Johannessen

khj@mbl.is

Nú sex mánuðum eftir að innrás Úkraínuhers hófst inn í Kúrsk-hérað Rússlands hefur Moskvuvaldinu ekki enn tekist að hreinsa eigið landsvæði af fremur fámennu innrásarliði. Með sókninni gerði Kænugarðsstjórn ráð fyrir að Kremlverjar myndu draga hluta af hersveitum sínum frá austursvæðum Úkraínu í þeim tilgangi að verja föðurlandið. En slíkt gerðist þó ekki. Þess í stað fengu Rússar óvænta hernaðaraðstoð frá einræðisríkinu Norður-Kóreu, alls um 10 til 12 þúsund hermenn, þ. á m. úrvalssveitir sem þjálfaðar eru sérstaklega til að takast á við óvinveitta skyndisókn.

Vestrænar leyniþjónustur segja hermenn Norður-Kóreu nú hafa goldið hreint afhroð á vígvellinum og eru yfir 40 prósent heraflans annaðhvort fallin eða særð. Raunar

...