Sigurlína Konráðsdóttir fæddist 6. júní 1937. Hún lést 27. janúar 2025. Útför Sigurlínu fór fram 13. febrúar 2025.

Stundum eigum við samleið með fólki í lengri eða skemmri tíma sem verður okkur minnisstætt þegar frá líður enda þótt leiðir liggi ekki saman á ný. Þessar minningar eru oft dýrmætar og ylja þegar litið er yfir farinn veg. Sigurlína Konráðsdóttir, eða Silla eins og hún var gjarnan kölluð, er ein þeirra sem hafa skilið eftir fótspor í minni minningabók. Hún var náinn og kær samstarfsmaður í tæpan áratug.

Haustið 1982 markaði tímamót í sögu Félagsmálastofnunar Kópavogs. Nýr meirihluti hafði tekið við stjórn bæjarfélagsins með metnaðarfull markmið í uppbyggingu velferðarþjónustu. Kristján Guðmundsson sem hafði verið félagsmálastjóri tók við starfi bæjarstjóra en ég var ráðinn eftirmaður hans. Á sama tíma hófu nokkrir nýir starfsmenn

...