Við vorum að byrja með frábæra viðbót við vöruúrvalið okkar hjá Birgisson sem er innréttingar frá Ballingslöv. Þær eru í glæsilegum sýningarsal sem finna má inni af versluninni okkar að Ármúla 8. Innréttingarnar hafa slegið í gegn hjá viðskiptavinum …
Ballingslöv Mood-línan sameinar klassískt handverk og norræna hönnun. Eldhúsið verður einstakt, búið til með smáatriðin í huga, og er línan það besta sem Ballingslöv hefur upp á að bjóða.
Ballingslöv Mood-línan sameinar klassískt handverk og norræna hönnun. Eldhúsið verður einstakt, búið til með smáatriðin í huga, og er línan það besta sem Ballingslöv hefur upp á að bjóða.

Við vorum að byrja með frábæra viðbót við vöruúrvalið okkar hjá Birgisson sem er innréttingar frá Ballingslöv. Þær eru í glæsilegum sýningarsal sem finna má inni af versluninni okkar að Ármúla 8. Innréttingarnar hafa slegið í gegn hjá viðskiptavinum okkar enda má finna þær í hlýjum litum og samsetningum sem eru mjög vinsælar núna,“ segir Bríet Ósk Guðrúnardóttir innanhússhönnuður.

Spurð um vinsæla liti í eldhúsinnréttingum svarar hún að ljósir náttúrulegir litir hafi verið vinsælir um tíma. „Náttúrulegir litir halda áfram að vera vinsælir en einnig má finna innréttingar í ljósum við og eik, sem er að koma sterk inn núna. Það sem er einnig vinsælt er að vera með burstað stál í bæði borðplötum og fylgihlutum í eldhúsinu og að hafa þessa náttúrulegu liti með því. Svo er gaman að geta þess að dökkbrúnn viður í eldhúsinnréttingum er einnig vinsæll og er þá gjarnan fallegur

...