![](/myndir/gagnasafn/2025/02/14/c5e059e6-0eb7-4064-bd5b-c6848a5c5b7a.jpg)
Hróbjartur Ágústsson fæddist 24. apríl 1958. Hann lést 30. janúar 2025. Útför Hróbjarts fór fram 13. febrúar 2025.
Fyrsta minning mín um Hróa er frá hátíðahöldum verslunarmannahelgar, líklega árið 1977. Við Sigga frænka stóðum þá ásamt fleirum vaktir í KASK á Fagurhólsmýri. Sigga hafði samið við okkur, samstarfskonurnar, um að hún fengi rými til að fara snemma til að ná að gista í tjaldi á Klaustri, ásamt vinafólki sínu frá Hala í Suðursveit. Við hinar, frænkur og vinkonur, höfðum samið við bílstjóra um að hinkra fram að lokun, til að fara á ballið á Klaustri, sem var besta ball verslunarmannahelgar að okkar mati. Þar kynntist ég Hróa og það var gaman að fylgjast með ástinni blómstra hjá þeim Siggu. Eftir það var aldrei nein spurning um að þau myndu fylgjast að gegnum lífið.
Á fyrstu árunum í Reykjavík voru partí á Grýtubakkanum, þar sem Hrói bjó þá
...