Sigrún Haraldsdóttir yrkir í rysjóttri tíð: Glöð ég hýsi höfðingjann, hestinn minn þann brúna, illt mér þætti að eiga hann á útigangi núna. Steinar Þór Sveinsson er líka hugsi yfir veðrinu: Umhleypingar endalaust eitt um það nú segi

Pétur Blöndal

p.blondal@gmail.com

Sigrún Haraldsdóttir yrkir í rysjóttri tíð:

Glöð ég hýsi höfðingjann,

hestinn minn þann brúna,

illt mér þætti að eiga hann

á útigangi núna.

Steinar Þór Sveinsson er líka hugsi yfir veðrinu:

Umhleypingar endalaust

eitt um það nú segi.

Vetur, sumar, vor og haust

varð á einum degi.

Þá Breki Karlsson:

Viðvörunin veðurs rauð

...