„Þarna hef ég verið með börnin mín agnarsmá“
— Morgunblaðið/Eyþór

Anna Bergmann býr í fallegri þriggja hæða íbúð í Vesturbænum ásamt Atla eiginmanni sínum. Þau fluttu í hana árið 2019 og hafa gert fallegt í kringum sig. Þau eiga saman tvo stráka, Mána og Marinó, og hundinn Emmu.

„Svo var ég svo heppin að eignast tvö bónusbörn, Breka og Sunnu,“ segir Anna.

Anna starfar sem markaðsstjóri Slippfélagsins og hefur gríðarlegan áhuga á markaðsheiminum, tísku, fagurfræði og heilbrigðu líferni. Uppáhaldshorn Önnu á heimilinu er í stofunni.

„Þegar gengið er upp í aðalrými íbúðarinnar er þetta í raun það fyrsta sem tekur á móti manni. Þar hanga myndir af strákunum okkar sem eru dýrmætustu munirnir á heimilinu. Stóru gluggarnir heilla augað og svo er ekkert betra en að hjúfra sig uppi í sófa með kertaljós alls staðar í kring. Í þessu rými fæ ég líka að eiga minn

...