Helstu leiðtogar í Evrópu lýstu því yfir í gær að ekki væri hægt að semja um varanlegan frið í Úkraínustríðinu án þess að Úkraínumenn sjálfir hefðu aðkomu að friðarviðræðunum. Þá hörmuðu þeir að Bandaríkjastjórn hefði lýst því yfir áður en viðræður…
Brussel Rutte og Hegseth gantast hér við upphaf myndatöku á NATO-fundinum í gær. John Healey, varnarmálaráðherra Bretlands, og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra hlýða á.
Brussel Rutte og Hegseth gantast hér við upphaf myndatöku á NATO-fundinum í gær. John Healey, varnarmálaráðherra Bretlands, og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir utanríkisráðherra hlýða á. — AFP/Simon Wohlfahrt

Stefán Gunnar Sveinsson

sgs@mbl.is

Helstu leiðtogar í Evrópu lýstu því yfir í gær að ekki væri hægt að semja um varanlegan frið í Úkraínustríðinu án þess að Úkraínumenn sjálfir hefðu aðkomu að friðarviðræðunum. Þá hörmuðu þeir að Bandaríkjastjórn hefði lýst því yfir áður en viðræður hæfust að ekki kæmi til greina að veita Úkraínu aðild að Atlantshafsbandalaginu og að það væri „óraunhæft“ að þeir fengu aftur yfirráð yfir hinu alþjóðlega viðurkennda landsvæði sínu.

Viðbrögðin komu í kjölfar þess að Donald Trump Bandaríkjaforseti greindi frá því í gærkvöldi að hann hefði átt í 90 mínútna löngu símtali við Vladimír Pútín Rússlandsforseta, þar sem þeir hefðu rætt um að hefja friðarviðræður sem allra fyrst, en Pete Hegseth, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, hafði fyrr um daginn lýst því yfir að NATO-aðild Úkraínu

...