![Markið Katherine Devine kemur í stað Telmu Ívarsdóttur.](/myndir/gagnasafn/2025/02/14/61b4ef8f-0582-4026-b9d6-47fe8f58ec12.jpg)
Markið Katherine Devine kemur í stað Telmu Ívarsdóttur.
— Ljósmynd/Vanderbilt
Katherine Devine, bandarískur knattspyrnumarkvörður, er komin til liðs við Íslandsmeistara Breiðabliks frá írska félaginu Treaty United. Hún á að leysa Telmu Ívarsdóttur af hólmi og hefur fengið leikheimild með Breiðabliki en Telma gekk á dögunum til liðs við Rangers í Skotlandi. Devine er 23 ára gömul og er nýkomin úr Vanderbilt-háskólanum í Nashville þar sem hún hélt marki sínu hreinu í 23 skipti í 59 leikjum og var heiðruð margvíslega.