Gísli Bragi Hjartarson fæddist á Akureyri 20. ágúst 1939. Hann lést 21. janúar 2025.

Foreldrar hans voru Hjörtur Gísli Gíslason, f. 1907, d. 1963 og Lilja Sigurðardóttir, f. 1910, d. 1989.

Gísli Bragi var næstelstur fimm systkina en þau eru Anna Ingibjörg (látin), Sigurður (látinn), Hjörtur Hreinn og Reynir.

1. janúar 1960 kvæntist Gísli Bragi eftirlifandi eiginkonu sinni, Aðalheiði Alfreðsdóttur, f. 13. janúar 1940. Hún er dóttir hjónanna Alfreðs Pálssonar, f. 1911, d. 1989, og Aðalheiðar Oddgeirsdóttur, f. 1910, d. 1997. Börn Gísla Braga og Aðalheiðar: 1) Hjörtur Georg, f. 1958. Eiginkona hans er Snjólaug Sveinsdóttir, f. 1973. Börn Hjartar eru Sigurbjörg, f. 1979, Hildur, f. 1983, Gísli Bragi, f. 1991, Sveinn Kjartan, f. 2002, Lára Lilja, f. 2003, Aðalheiður, f. 2011, Jóhanna Svava, f.

...