Fjölbrautaskóli Suðurnesja var í gær valinn ríkisstofnun ársins 2024 í flokknum níutíu starfsmenn eða fleiri. Hitt húsið varð hlutskarpast í flokki borgar- eða bæjarstofnana með 50 starfsmenn eða fleiri
Framúrskarandi Verðlaunahafar í flokki ríkisfyrirtækja á Hilton í gær.
Framúrskarandi Verðlaunahafar í flokki ríkisfyrirtækja á Hilton í gær. — Ljósmynd/BIG

Baksvið

Þóroddur Bjarnason

tobj@mbl.is

Fjölbrautaskóli Suðurnesja var í gær valinn ríkisstofnun ársins 2024 í flokknum níutíu starfsmenn eða fleiri. Hitt húsið varð hlutskarpast í flokki borgar- eða bæjarstofnana með 50 starfsmenn eða fleiri.

Stofnun ársins er samstarfsverkefni Sameykis – stéttarfélags í almannaþjónustu, Kjara- og mannauðssýslunnar, mannauðs- og starfsumhverfissviðs Reykjavíkurborgar auk stofnananna og vinnustaðanna sjálfra.

Valið var kynnt við hátíðlega athöfn á Hilton Reykjavík Nordica í gær.

Fimm fá sæmdarheiti

Titlana Stofnun ársins og Fyrirmyndarstofnun ársins (efstu fimm stofnanirnar í hverjum stærðarflokki hljóta

...