![Daði Már Kristófersson](/myndir/gagnasafn/2025/02/14/1bdeabee-bbfe-4887-bdae-488170158cfe.jpg)
Svör Daða Más Kristóferssonar fjármála- og efnahagsráðherra um styrkjamál stjórnmálaflokkanna á Alþingi í gær voru jafn ósannfærandi og þau voru vel æfð. Bergþór Ólason þingmaður Miðflokksins og Guðlaugur Þór Þórðarson þingmaður Sjálfstæðisflokksins spurðu ráðherrann ítrekað út í afstöðu hans vegna oftekinna styrkja Flokks fólksins, en ráðherrann sagðist telja að afstaða hans um að krefjast ekki endurgreiðslu myndi engin áhrif hafa á önnur mál.
Guðlaugur benti ráðherranum á að „öryrkjar og atvinnurekendur eru núna að fylgjast með þessu vegna þess að þeir hafa lent í allra handa vandræðum vegna þess að þeir í góðri trú uppfylltu ekki lög og skilyrði. Ég tek dæmi um atvinnurekendur, litla atvinnurekendur sem kunna kannski ekki mjög vel á virðisaukaskattskerfið og annað slíkt og eru allt í einu komnir í þann vanda að horfa fram á rimlagjöld vegna þess að í góðri trú þá gerðu þeir
...