![Kristín Ólafsdóttir](/myndir/gagnasafn/2025/02/14/ade15876-15f1-4f5e-a410-7126f922c459.jpg)
Kristín Ólafsdóttir, fréttamaður á Stöð 2, Vísi og Bylgjunni, hefur verið ráðin aðstoðarmaður Kristrúnar Frostadóttur forsætisráðherra. Mun hún hefja störf í lok mánaðarins.
Kristín er með BA-próf í íslensku frá Háskóla Íslands en hún hefur starfað sem fréttamaður hjá Sýn frá 2017. Þar hefur hún m.a. sinnt fréttaskrifum á Vísi, flutt fréttir í sjónvarpi og útvarpi, haft umsjón með fréttatímum, stýrt umræðuþáttum og sinnt dagskrárgerð sem einn umsjónarmanna dægurmálaþáttarins Ísland í dag. Ólafur Kjaran Árnason starfar áfram sem aðstoðarmaður forsætisráðherra, en hann tók til starfa skömmu fyrir síðustu jól. Fram að því var Ólafur aðstoðarmaður Kristrúnar sem formanns Samfylkingarinnar. Ólafur er með meistarapróf í hagfræði frá Cambridge-háskóla.